Saturday, September 04, 2004

Þorsteinn Joð og íslendingapartý

Þorsteinn Joð er að kenna mér. Hann er danskur, með frekar há kollvik og ég bíð eftir því að hann segi "er þetta þitt loka svar"?
Þegar skólinn var búinn í gær, rölti ég út í góða veðrið, skilaði lyklunum af hreysinu og skundaði í höllina. Eva Sonja og Ásta ætluðu að hitta mig í bænum og við ætluðum í afmæli til íslenskrar stelpu sem er að læra stoðtæknifræði hérna. Það var allt morandi í fólki í bænum og við settumst niður með bjór og spjölluðum langt fram á kvöld. Svo fórum við í partý. Það var mjög fínt, ég hitti Krissu vinkonu hennar Eivorar sem er að taka doktorinn í stærðfræði. Þegar ég hrósaði pilsinu hennar fór hún að benda mér á rauðan lit sem væri fastur í pilsinu eftir að hún ældi á það ein áramótin. Hún hélt að liturinn stafaði sennilega af nautatungu sem hún og hennar fjölskylda gæðir sér alltaf á, eftir miðnætti um hver áramót...hvort er skrítnara að fólk borði nautatungu á áramótunum eða að hún hafi sagt mér þessa ælusögu þegar ég hrósaði pilsinu hennar?! :)
Ég kynntist strák sem datt niður stiga fyrir 2 árum og mölbraut á sér hendina og getur lítið notað hana núna. Hann segir að versta minningin um þetta atvik sé hljóðið þegar höndin mölvaðist, hann heyrir það aftur og aftur fyrir sér..!
Þetta var fínasta partý en ég var svo fáránlega þreytt eftir að hafa einbeitt mér í tvo daga í skólanum að hlusta á dönsku, að ég ákvað að fara heim og sleppa bænum í þetta sinn. Svo kann ég líka illa að skemmta mér án Ásdísar, Þóris, Hlédísar, Helgu, Arndísar og Hésa míns. Við Eva tókum leigubíl saman heim, en Eva varð slöpp á leiðinni og leigubílstjórinn varð ekki glaður!!!

1 comment:

Anonymous said...

fyrst thegar eg for til manchester svaf eg allan daginn eftir skolann (meir ad segja thegar eg var bara i tveimur timum) eg var svo threytt ad thurfa allaf ad einbeita mer ad thvi ad hlusta svona vel. skil thig thvi mjog vel!