Saturday, September 04, 2004

Laugardagskvöld

Ég fór út að borða og á kaffihús í kvöld með Evu og Ástu. Það var mjög fínt. Þær eru báðar að vinna á elliheimili með læknisfræðinni hérna og Ásta sagði mér frá gamalli konu sem þættist vera blind, en svo er starfsfólkið alltaf að bösta hana við alls kyns hluti sem sýna fram á að hún sér ekkert verr en margir aðrir. Svo kallar hún starfsfólkið stundum hans hátign og hneigir sig og stundum er Ásta tengdamamma hennar. Ég þarf að fá mér eitthvað svona starf!
Þær voru að fara að vinna svo ég fór bara heim um tíuleytið. Ég talaði við Eivor á msn, hún býr í Þýskalandi en tókst samt að fá mig til að sjá tilganginn í því að skella mér aftur út á lífið, hringdi meir að segja í Hröbbu sem var stödd í partý hjá einni sem er að spila með henni, frá Noregi og Viktor og Stulli náðu í mig í nýja flotta bílnum þeirra Viktors og Hröbbu. Þau voru að kaupa sér stóran 7 manna Toyotu (eitthvað) með DVD spilara niður úr loftinu og allar græjur, brjáááálæðislega flottur. Í partýinu voru líka Drífa Hröbbusystir sem er líka að spila handbolta, bara í Berlín í Þýskalandi, norska parið og Matta, kærastan hans Stulla sem er líka að spila handbolta hér í Århus. Þetta var mjög gaman og Drífa, Stulli og Matta fóru niðrí bæ áðan í feikna stuði, en sjálfsvorkunnar-ég ákvað að fara bara heim að sofa, ekki alveg í stuði til að tjútta. Ég á svo fáránlega bágt með að lifa fyrir líðandi stund að það er ekki fyndið. Í stað þess að njóta þess að vera með svona skemmtilegu fólki í brjálæðislega góðu veðri á Fest uge, þar sem uppákomur eru á hverju horni, fletti ég gömlum mogga sem ég tými ekki að henda, þó svo að ég hafi drepið köngurló með honum og finnist soldið ógeðslegt að fletta honum! Mér er ekki viðbjargandi.
Jæja, nú er ég farin að sofa.
Bæjó í bili þó.

5 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að allt sé gott hjá þér, sakna þín óskaplega. Áströlsku stelpurnar farnar, þær koma líklegast aftur í nóv.-des. til að sjá norðurljós. Ég er hálf flutt inn í Bogahlíðina, á eftir að koma með smá dót. Allt gott að frétta af mér.
Knús mús
Helga

Anonymous said...

thad er rett, ther er ekki vidbjargandi. eg les ekki einu sinni mbl.is lengur nema kannski einu sinni i viku (ef mer leidist).
thorhildur

Anonymous said...

sæl nafna..

vildi bara kvitta fyrir mig og mer fannst tu alveg stor snjøll a laug kvøldid. Hafdir nu alveg getad komid med okkur a tjuttid. Vorum ad alveg til 05:30 um morgunin:)

Vonandi færdu bratt vinnu, Ekki gefast upp kella;)

Svo mattu alveg fa nr mitt hja hrøbbu ef ter leidis tvi eg er hvorteder ekkert ad gera neitt spes a daginn, ekki enn allavegana, moaha..

ble ble
kv matthildur

www.blog.central.is/mattapattamus

skuladottir said...

Sael kella vildi kvitta. Takk fyrir sidast fint kvöld hefdir samt att ad koma med i byen, eg a eitt fint djamm inni hja ther i stadin! hmmmm

Matta said...

Ja Drifan min og Matthildur, vid skellum okkur a tjuttid sidar. Ekki spurning, eg er ad na mer upp ur sjalfsvorkunninni :)