Danmörk virtist í fyrstu vera jafn spennt að hitta mig og ég að hitta hana. Ég komst klakklaust út út Kastrup (hitti reyndar vinkonur Hröbbu sem vísuðu mér veginn að töskunum - ég virtist ekki vita hvort ég væri að koma eða fara, hefði sennilega tekið óvart næstu vél til Afganistan ef ég hefði ekki hitt þær).
Þegar ég kom á hótelherbergið í Köben, blasti við mér risaskjár: Welcome Matthea Sigurðardóttir...notalegt!
Ég skellti mér í sturtu og labbaði svo aftur út á lestarstöðina. Þar leitaði ég í örvæntingu minni að stað þar sem ég gæti keypt símkort til að ná sambandi við umheiminn...þetta kallar maður að njóta þess að vera ein í heiminum :-/
Eftir að hafa heyrt aðeins í vinum og ættingjum hugðist ég fara aftur á hótelið en þorði varla niður í lestargöngin þar sem ég kom upp, því þar sátu nokkrir vígalegir strákar sem flautuðu á mig og sögðu e-h á dönsku, örugglega e-h skítugt!
Það var komið fram yfir miðnætti og ég var orðin dauðþreytt svo ég skellti mér í göngin og hálf hljóp á hótelið.
Það var eins og ég vissi hvað beið mín í Århus því ég fór tvisvar í strurtu, þessa 12 tíma sem ég var á hótelinu og svaf svo eins og steinn í stóra, mjúka rúminu með tvo kodda og hlýja sæng...zzzzzz
No comments:
Post a Comment