Tuesday, September 14, 2004

Skin og skúrir

Þegar ég keypti mér sólgleraugu fór að rigna, þá keypti ég mér regnhlíf, þá kom sól.

Ásta skásta bauð okkur Evu í mat í gær. Æðislegur matur, frábær félagsskapur = gott kvöld. Við Eva tókum strætó heim og ég átti sem sagt að fara úr stætónum einni stoppustöð seinna en Eva. Hljómar einfalt ef maður fer eftir þeim fyrirmælum en þar sem ég kannaðist ekki við mig ákvað ég að fara lengra með strætónum...er ég eitthvað klikkuð, af því ég kannaðist ekki við mig!!! Ég mundi ekki kannast við mig þó ég stæði sjálf við hliðina á húsinu mínu, veifandi mér í strætónum. Allavega, þá tók ég leigubíl restina af leiðinni þar sem ég var rammvilt, koldimmt, rigning og komið yfir miðnætti.

Ég vaknaði snemma í morgun við brjálaða rigningu, þrumur og eldingar. Ég hef aldrei séð annað eins, ætlaði að vera kúl á því og hugsaði "he he...ligga ligga lái, ég þarf ekki að mæta neitt", snéri mér á hina hliðina og ætlaði að sofna aftur, en fann þá fyrir þessari nagandi hræðslu (sem fáir skilja kannski nema Hlédísin mín sem upplifði hana með mér nóttina eftir THE BÖMMER í Reykjakoti þegar við dóum næstum út af þrumunum og því). Ég fór því að horfa á Friends í tölvunni minni þangað til lægði...ég fór ekki að læra, ég fór ekki að finna mér vinnu, ó nei, ég fór að horfa á Friends. Og allir vita að þeir sem byrja að horfa á Friends, hætta ekkert svo auðveldlega að horfa á Friends nema eitthvað mikið liggi við, og eins sárlega nálægt sannleikanum það nú er, þá hefur ekkert legið mikið við hjá mér í marga mánuði!!

Kevin kynbomba (bé o bé a) öðru nafni Héðinn Haldórsson ætlar sennilega að koma til mín á fimmtudaginn. Veiiiiiiiiiiiiiiii! Það var alveg svakalega gaman hjá okkur um síðustu helgi og á ég von á því að gleðin haldi áfram nú.

Amen

8 comments:

von ölves said...

heilagur þorlákur blessi þig í ölfus nafni frænka!

Anonymous said...

Knús Matta mín :)

Luv, Una

Soffía said...

Knús á móti Matta mín, gaman að lesa það sem gerjast í kollinum á þér :) Bið að heilsa Evu - við eigum afmæli sama dag... (fánýtar upplýsingar en samt ;)

Anonymous said...

Gerjast í hausnum á Möttu??? Það gerjast nú ekkert þar. Bragi

Héðinn said...

Kevin kynbomba, boba, takka ter. Hlatur. Hedinn

iris said...

Hæ Matta frænka! Gaman að lesa bloggið þitt;) Vonandi gengur nú allt vel og vonandi er Anders arkitekt ýkt, mega skemmtilegur. Héðan er nú ekki mikið að frétta nema það að mér tókst að láta henda mér útaf Hverfisbarnum um síðustu helgi ásamt þremur öðrum vegna þess að við vorum að dansa samlokusamfaradansinn við gesti og gangandi. Vá hvað þessir gestir og gangandi geta verið húmorslausir!!!
Koss og kram Íris frænka.

iris said...

Hæ Matta frænka! Gaman að lesa bloggið þitt;) Vonandi gengur nú allt vel og vonandi er Anders arkitekt ýkt, mega skemmtilegur. Héðan er nú ekki mikið að frétta nema það að mér tókst að láta henda mér útaf Hverfisbarnum um síðustu helgi ásamt þremur öðrum vegna þess að við vorum að dansa samlokusamfaradansinn við gesti og gangandi. Vá hvað þessir gestir og gangandi geta verið húmorslausir!!!
Koss og kram Íris frænka.

Matta said...

Takk yndin min fyrir kommentin ykkar, tad er frabært ad heyra fra ykkur. Sakn. Anders er frabær og allt gengur vel ef skoli og vinna er ekki tekid med...!
Knus og kossar