Sunday, September 12, 2004

Komin "heim"

Ég er komin heim eftir frábæra heimsókn til Hésans míns. Veðrið var frábært þar til í dag þegar við fengum á okkur hitaskúr dauðans og þurftum að skjótast á sandölum og bolum í húsasund á meðan pollarnir uxu á götunni. Djamm í gær, heimsmetasafnið, spjall, búðir, beyglur og mogginn í dag.
Partýið hjá Írisi í gær var alveg frábært, hresst fólk, bjór og frábærar sögur sem seint gleymast.
Ég var klipin í rassinn af hallærislegasta manni norðurlanda, dyravörður skipaði mér úr jakkanum og ég fékk yndislegt símtal í nótt.
Kaupmannahöfn fær fimm stjörnur.

Ég sakna Héðins.

Í fyrradag átti ég bíl, í gær hætti ég allt í einu að eiga bíl. Í dag sé ég minni ástæðu til að gefast upp og fara heim.

Eftirminnileg kveðjuvísa frá nánum fjölskyldumeðlim:

Ingibjörg hét hún hnátan
hún tók lim upp í sig til að mát´ann
en helvítis flagðið
henni líkaði bragðið
svo hún beit hann af, tuggð´ann og át´ann

Kjamms og kossar

No comments: