Monday, September 20, 2004

Helgin...

...var alveg frábær.
Héðinn kom til mín á fimmtudaginn. Hann vann mig í 3 snókerleikjum, við horfðum á Friends, hlógum og flissuðum. Á föstudaginn kíktum við í verslunarmiðstöðina með Hröbbu og Möttu og svo í bæinn með Möttu þegar Hrabban okkar var farin á æfingu. Ásdís kom svo með lestinni um miðnætti og eftir að hafa hent dótinu hennar heim fórum við að hitta Bjarna og Frímann á kaffihúsi.
Á laugardeginum fórum við á handboltaleik Århus-Kaupmannahöfn þar sem Hrabba fór á kostum. Það dugði því miður ekki til og okkar lið rétt tapaði með 2 mörkum. Þetta var fyrsti handboltaleikurinn hans Hésa og ég sá útundan mér þegar hann missti kúlið á köflum. Skríkti af vonbrigðum þegar hinar skoruðu og ískraði þegar hann var ósáttur með dóminn. Ég hins vegar var löngu búin að missa það og æpti dimmum rómi þegar ég var ósátt...ætli Ásdís hafi ekki komið best út í samanburði..!
Um kvöldið fórum við út að borða, á pöbb, hittum Bjarna og Frímann, týndum regnhlíf, hittum Diljá frábæru, fórum í brjálað partý með DJ, bar og fullt fullt af fólki, dönsuðum upp við norðmann, fórum á Train, hittum Hröbbu, Viktor, Möttu, Stulla, Svölu, Robert ofl. Komum heim undir morgun!
Morgundagurinn var í rólegri kantinum, sváfum frameftir...ég tapaði 2 snókerleikjum á móti Héðni, fengum okkur kaffi með Bjarna og Frímanni, horfðum á Friends og flissuðum.
Í dag fór Héðinn til Köben, við Ásdís erum búnar að spila, lesa, leggja okkur og borða nammi, úti er rigning og rok.
Samt er gaman

4 comments:

Anonymous said...

Hæ Matta...

Júlía sagði okkur frá síðunni þinni og það er frábært að geta lesið um hvað er að gerast hjá þér. Gott að þú ert að skemmta þér vel núna!!

Við höfum það endalaust gott í íbúðinni þinni :) og það gengur allt þvílíkt vel.... getur fylgst aðeins með okkur líka á www.evahardar.blogdrive.com Verð pottþéttur gestur hérna á síðunni þinni elskan.

Kiss & Knús EVA & LALLI

Soffía said...

Gaman að heyra að það er engin lognmolla kringum þig Matta mín :)

Dilja said...

Matta við eigum vikuafmæli í dag sem be-hestu vinkonur! Langaði bara að óska þér til hamingju um leið og ég hrópa húrra hérna ein í herberginu mínu. Sakna ykkar, vildi óska að þið væruð hérna í Árósum núna...

Vi ses på tirsdag söte pige...

Úngfrúin said...

Ertu á lífi Mús?

Luv, Una