Saturday, August 11, 2007

Bragi Freyr

Í dag á hann Bragi afmæli!!! Víííí...
Þessi gæðagaur er ekki aðeins búinn að klára gráður í öllum deildum háskólanna á Reykjarvíkursvæðinu, heldur er hann nýgiftur, flottur pabbi og útivistarfrík fríkanna...
Til hamingju Bragi minn!!!

Hrabban mín 30 ára!!!

Þann níunda ágúst varð Hrabbsið mitt þrítugt!!! Húrra, húrra, húrrrrrrraaaa!!!


Þessi síkáta Gyða Sól getur allt en sem dæmi er hún best í handbolta, tveggjamannakapli, snúðagerð, trampólínhoppi, dönsku, og "geðheilsuvinasinnabjörgun" (nýtt orð sem var fundið upp af illri nauðsyn þegar ég steig á danska grund). Hún (og Viktor auðvitað) eru rosalega góð í því að búa til börn og er enginn vafi að nýja nóvemberkrílið verði jafn vel heppnað og Viktoría Dís. Elsku Hrabba mín, til hamingju!

Tuesday, July 31, 2007

Elsku besta Jengan mín

Í dag er Arndísin mín 29 ára!! Þessi frænka mín, fyrrum sambýliskona og sálufélagi er ein af þeim manneskjum sem fleytt hefur mér í gegnum lífið! Eftir 3 mánuði lítur litla krílið þeirra Ása dagsins ljós og ég hlakka svo tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil!
Og nú hrópum við öll svo undir tekur í fjöllunum; húrra, húrra, húrrrraaaa...

Friday, July 27, 2007

Sæla og kurteisi

Það er gott að vera einfaldur stundum. Gera bara ráð fyrir því góða. Gleyma að spyrja lækninn sinn hvað kom út úr sýnum og myndatökum, því maður gerir bara ráð fyrir jákvæðum niðurstöðum. Svara umhugsunarlaust, þegar fólk spyr mann hvort maður sé á bíl: "æ takk fyrir að bjóða mér far, en ég er á bíl" án þess jafnvel að íhuga það hvort það hafi sjálft verið að snapa sér far...
Já sælir eru nefninlega einfaldir og þeir eiga svo sannarlega ekki von á (þegar þeir eru farþegar í bifreið frænku sinnar, á blússandi ferð um vesturlandið)...að skrúfa upp rúðuna á handabakið á sjálfum sér, bregða svo illilega þegar rafdrifin rúðan kremur hendina og kippa henni að sér svo hálft handarbakið svífur nú í flygsum eftir þjóðveginum!!!
Nei, þá voru einfaldir sko ekki sælir! Bólgan og marið er rétt farið að dofna núna (arg)!

Svo var ég að spá í kurteisi... Hef oft pælt í henni í sambandi við kurteisishlátur ofl. Önnur birtingarmynd kurteisinnar birtist mér í kvöld þegar ég var að keyra og stoppaði á sebrabraut til að hleypa konu yfir götuna. Kvennsan varð smá skrítin og hristi hausinn eins og hún væri að segja mér að hún stæði þarna bara fyrir helbera tilviljun og fásinna væri að ætla að hún væri á leið yfir götuna, svo ég ætlaði að halda áfram, en þá gekk hún hikandi af stað yfir götuna. Ég snar stoppaði náttúrulega og hleypti henni yfir. Þegar ég hélt svo áfram sá ég í baksýnisspeglinum að hún horfði flóttalega á bílinn minn.. og læddist svo aftur tilbaka yfir götuna!!!
Hjúkk að hún sýndi mér þá kurteisi að fara yfir þegar ég stoppaði, annars hefði hún hlotið verra af!
-Kannski hræddist hún útlitið á ökumanninum, mér. Skil ekki hvað það var sem hún ætti að vera hrædd við... blóðhlaupnu augun eftir frjókornaofnæmið?, bólgna kinnin eftir stífluðu munnvatnskirtlana?, eða marið handabak mitt eftir "bílrúðuslysið"hér ofar í færslunni... ?
Jah maður spyr sig!

Thursday, July 19, 2007

Þórhildur 30 ára

Þórhildur mín er þrítug í dag!!! Húrra , húrra, húrrrrraaaaa...
Við Þórhildur höfum búið saman á Laugarvatni, Mávahlíð og Stóragerði. Svo flutti hún til Ástralíu. Ég sakna hennar :( Hennar sonur er guðsonur minn og fallegra barn er vandfundið.
Risa knús til Cairnes, Þórhildur, þú er æði! (gefð´enni blóm, já gefð´enni blómavönd...!)
Stolt guðmóðir með Arinze Tómas í fanginu

Wednesday, July 18, 2007

Meira úr Möttulífi

Heiða Björg yndislegasta Í HEIMI varð þrítug þann 10. júlí...
Og svo lét ég verða af því að halda saumó:


Ég, Gulla og Sigga skelltum okkur í rafting niður Hvítá á laugardaginn... þvííílíkt stuð

Svo var hann Guðlaugur Hermann Bergþórsson skírður (Guðlaugur Hermann)...



Við Gunni tókum foreldrarúnt í Ölfusið og grilluðum með mömmu, pabba og Kötlu...







Sunday, July 08, 2007

Katla Þöll Þráinsdóttir er orðin 6 ára... 6 ára!!!!! Til hamingju með það ormurinn minn



Saturday, July 07, 2007

Undanfarnir dagar!

Brúðkaup Braga og Eyglóar:



Bragi og Hulda:

Eygló:


Frænkuhittingur hjá Írisi í Hafnarfirðinum... Hlédís, Arndís og Snædís: Alma og Sigfús Kjartan:

Íris, Sigfús og Snæja:

Sigrún og Arndís:


...Og svo var krakkahelgi hjá Möttu frænku. Jökull, Katla Þöll og Björk:

Í Húsdýragarðinum:





Í bíó:


Wednesday, June 20, 2007

Líf mitt sem Matthea

Mig langar að blogga í gleðifréttastíl, í hnyttnum stikkorðum sem lýsa líðan minni og gjörðum síðan ég bloggaði seinast. En ég er ekki skyld honum Bjössa ömmubróður mínum fyrir ekki neitt og því kemur hér veikindalisti undanfarins mánaðar, en þó skal ég reyna að halda saurlýsingum í lágmarki, þó ég þykist vita að það myndi Bjössi frændi sko ekki gera...

Ég fór seint niður úr skýjunum eftir júbileringuna. Já hamingjan og gleðin umléku mig svo að ég hélt að ég væri komin með harðsperrur í kinnarnar af brosi helgarinnar...en nei, ónei. Þessi harðsperrutilfinning breyttist smám saman í doða, sem varð að bólgu sem lak niður eftir kinnunum á mér og niðrí háls og aftur fyrir eyra. Ef þið eruð farin að sjá mig fyrir ykkur eins og Martin Short í Pure luck eftir að hann var stunginn af flugunni, þá er það ansi nærri lagi. Eftir læknaheimsóknir með tilheyrandi biðum, öðru og þriðja áliti þar sem ég þurfti aftur og aftur að segja saklausum rómi að ég hefði bara verið að drekka djús og lesa blaðið þegar fílamaðurinn í sjálfri mér braust svona skyndilega út, varð niðurstaðan sú að sennilega hafi geislajoð janúarmánaðar sest í munnvatnskirtlana á mér sem taka upp á því að bólgna upp við hinar og þessar aðstæður! Gaman
Ég sem er nýfarin að geta gengið upprétt aftur eftir að hafa rústað bakinu með því að þræða einfalda stíga Esjuhlíða...

Ég er hætt að vinna í Öskjuhlíðarskóla. Ætla að gerast unglingakennari í Brúarskóla á næsta ári en sit við tölvu í ráðuneytinu í sumar, eins og sl. sumar.
Við Gunni skelltum okkur norður á Akureyri í tveggjadaga fríinu mínu, á milli vinna, í síðustu viku. Við gistum á Laugum í Dalasýslu á leiðinni og ég tapaði mér í Vegahandbókinni... svona er þá í heimi hinna fullorðnu, Héðinn! ;)

En aftur að óförum mínum. Eftir vinnu í dag ákvað ég að halda upp á að bólgan í kinnunum (sem náði hámarki sínu í sólinni á Austurvelli í hádeginu þar sem íslendingar gátu sólað sig og horft á fríkið, Mattheu í leiðinni) væri að hjaðna og að bakverkurinn (sem ætlaði að fara að láta aftur á sér kræla í gær) væri á "bak" og burt. Ég bretti því upp ermar og flokkaði dósir og flöskur og brunaði í endurvinnsluna. Þar sem toppstykkið er það eina sem lítið hefur brugðist mér að undanförnu, átti ég ekki von á því að lenda í nokkrum samskiptaörðugleikum við afgreiðsluna, en annað kom á daginn. Konan sem lætur mann fá peninginn við afgreiðsluna var að segja mér eitthvað, sem ég ekki heyrði því hljóðneminn sem hún átti að tala í stóð eitthvað á sér.. Ég greip þá til "mest notaða orðsins í sambúð okkar Þórhildar í Mávahlíðinni", "HA" og færði eyrað alveg að hátalaranum sem var í glerinu á milli okkar... hrökk þá hljóðneminn í samband, ásamt því að kellugreyið hafði hækkað róminn "VILTU AÐ ÉG LEGGI ÞETTA INN Á DEBETKORTIÐ ÞITT!!!!!!!" Þetta er sennilega síðasta setningin sem ég heyri á ævinni því eftir að hafa klæjað lengst inní heiladingul, heyri ég bara suð... og allt þetta fyrir skitinn fimmtánhundruðkall!!

Það bjargaði þó deginum þegar ég var stödd á matsölustað fyrr í kvöld þar sem hálfstálpaðir unglingar, starfsmenn á matsölustaðnum hölluðu sér upp að afgreiðsluborðinu og nenntu greinilega ekki að vera þarna. Kona með þrjá litla stráka var á borðinu við hliðina á mér og elsti strákurinn, kannski fimm/sex ára gekk um staðinn og horfði á fólk og boraði í nefið. Hann labbaði upp að afgreiðsluborðinu til unglinganna og tilkynnti þeim að hann hefði misst tönn.. svo gapti hann til þeirra til að sýna þeim og þau gerðu sem þau gátu til að sýnast áhugasöm en tókst ekki. Hann gekk aðeins um staðinn og kom svo aftur að afgreiðsluborðinu, spurðu hvort þau ættu lítinn poka.. opnaði lófann og út valt lítil, hvít, blaut og smá blóðug tönn... þessu áttu unglingarnir ekki von á og hryllingssvipurinn á pæjunum var óborganlegur!
Sá litli fékk þó tóma kokteilsósudollu til að setja tönnina í og valsaði hann ánægður um staðinn og uppskar aðdáunaraugnaráð bræðra sinna sem bíða þess nú að tennurnar þeirra fari að losna!

Þeir sem eru enn að bíða eftir að ég sendi þeim myndir úr júbileringunni; ég er ekki búin að gleyma því, póstforritið er bara e-h að stríða mér.. Myndirnar koma vonandi bráðum.

Brúðkaup Braga og Eyglóar á laugardaginn.. gaman!

Tuesday, May 29, 2007

Wednesday, May 23, 2007

Elsku, elsku besta Ásdísin mín...

...er þrítug í dag!
Eftir einn og hálfan sólarhring lendir kellan á landinu góða og þá munum við gleðihoppa..vííííí
Ég hlakka til, svoooo til. -Ásdís þú ert æði

Saturday, May 19, 2007

Long time...

Hádillí!
Í gær fékk ég afmælisgjöf frá Arndísi og Ása. Þau buðu mér í Laugar spa þar sem ég fékk nudd beint frá himnaríki og svo slökuðum við Arndís á í pottunum, gufunum og dekrinu þarna í baðstofunni, nörtuðum í salat, kjöftuðum og losuðum okkur við allar áhyggjur heimsins.
Takk takk takk takk takk takk takk takk takk...

Við G minn skelltum okkur í sveitina um daginn og fengum lánaða eina prinsessu sem er alveg að verða sex ára. Katla Þöll:

Eitt sinn sveitamaður, ávallt...

Vííí..
Hlésíin okkar er komin heim, óójá. Það er bara gott að sjá hið fagra fés hennar á ný.

Vika í júbileringu á Laugarvatni, þá kemur líka Ásdís, Héðinn og fullt af flökkudýrum (Júdasar vinahandbókar Mattheu)
Gaman gaman...




Monday, April 30, 2007

Það er komið sumar...

Hæ hó og jibbí jei!!!
Já þótt krækiberið Matthea sé kannski enn í helvíti þýðir það sko ekki að það sé aldrei neitt að gerast!
Á sumardaginn fyrsta komust gullmolarnir mínir í 8. bekk Öskjuhlíðarskóla í fullorðinna manna tölu og játuðu trú sína frammi fyrir guði og mönnum. Stolt ættingja kennara og vina var áþreifanlegt í kirkjunni þennan frábæra dag því allir stóðu sig með sóma :)
Ekki hefur bara ríkt gleði á bænum því fyrir nokkru andaðist Jónas annar, grænn og slímugur lífsförunautur minn sl. eina og hálfa árið. Í bíómyndunum leggjast gæludýr oft nálægt eigendum sínum, horfa stoltum augum á húsbændurna, glaðir með trygglyndið í gegnum tíðina...
En ekki froskurinn minn...ónei
Hann bólgnaði upp á fótunum og þeir urðu svona mygluloðnir og ógeðslegir. Svo flaut hann við vatnsyfirboðið og hreyfði sig hægt og rólega þar til hann stífnaði upp og fór yfir móðuna miklu!
Ég var ekki sein á mér, útbjó líkkistu úr cheeriospakka og svo var brunað austur í Ölfus þar sem uppþornuðum prinsinum mínum var komið undir græna torfu! Gunni og Viktor báru kistuna og grófu holu en ég smeygði tannstönglakrossinum niður í mosann.
Nú er Hrollaugur Bósi einn eftir í búrinu og gerir sér dagamun með því að hleypa öðru hverju umfrymi út um bakið á sér.. af hverju keypti ég mér ekki bara kött á sínum tíma!!

Hún Hlédís mín og Sigrún Ósk koma heim eftir 2 daga (eða næstum bara einn) og það gefur mér ástæðu til að garga svo hátt að undirtekur í blokkinni...Húrra, húrrra, HÚRRAAAAAAA!!!

Bless í bili

Saturday, April 07, 2007

Lífið eftir þrítuginn


Þetta er hin súperhressa (enda á nýjum og öflugri lyfjaskammti) Matthea sem þarna situr á Austur Indíafjelaginu og fær sér vatnssopa með tilþrifum. Matthea er eymingjabloggari. En þrátt fyrir þá staðreynd er hún nokkuð hamingjusöm þar sem veraldlegir hlutir gleðja hana mikið og þegar þessi mynd er tekin er hún stoltur eigandi Ipods og nýrrar stafrænnar myndavélar. Allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga kallar fram bros á vörum kjellingarinnar. Hún hefur þó líka gaman af ferðalögum (eins og sönnum fegurðardrottningum sæmir) og hefur því skellt sér upp í bústað um páskana, vestur í Staðarsveit og á skotæfingasvæði suðurlands. Svo þvær hún á milljón í nýtengdu þvottavélinni sinni (takk elsku Gunni minn) og dansar um hreinu stofuna sína (enda á nýjum og öflugri lyfjaskammti eins og áður sagði)...
Já þegar vinir manns yfirgefa mann til framandi landa hefur maður bara um sjálfan sig að tala og það getur verið sorglegt eins og þessi færsla ber vitni um...ENNNN
í dag kemur Helga heim úr Ástralíureisu sinni og svo er Hési minn í Íslandsskreppi á morgun.. og gárungarnir halda því fram að danadrottningarnar Þórir og Kiddi séu jafnvel á klakanum..víííí
Já og takk svooo mikið fyrir öll kommentin sem fleyttu mér og okkur tvibbunum inn í þrítuginn.. fannst vænt um þau !

Friday, March 09, 2007

Minn ástkæri Héðinn






Héðinn minn varð þrítugur í gær...ATH hann er þrítugur en ekki kominn á fertugsaldurinn því í gær urðum við sammála um fáránleika þess að kenna hvern tug sem maður slagar uppí, við næsta tug á eftir... Hann er þrítugur og ekki orð um það meir!!


Ég sakna hans...ójá það geri ég.